Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stefan Ljubicic tekur slaginn á ný með Keflavík
Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, og Stefan innsigla samninginn.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 23. nóvember 2024 kl. 14:31

Stefan Ljubicic tekur slaginn á ný með Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur var rétt í þessu að tilkynna að Stefan Ljubicic, framherjinn stæðilegi, ætli að taka slaginn með Keflavík á komandi tímabili.

„Ég er virkilega spenntur og ánægður með að koma heim! Ég vildi koma heim í Keflavík og koma mínu uppeldisfélagi upp í deild þeirra bestu, þar sem við eigum heima,“ sagði Stefan við undirskrift. Þessi 25 ára gamli Keflvíkingur semur út árið 2026.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024