Íþróttir

Sex mörk í æfingaleik í Grindavík
Grindvíkingar náðu ekki nógu mörgum „fögnum“ í fyrra og féllu niður í 1. deild sem nú verður Lengjudeildin.
Þriðjudagur 2. júní 2020 kl. 18:07

Sex mörk í æfingaleik í Grindavík

Lengjubikarlið Grindavíkur mætti Fjölni í æfingaleik á Grindavíkurvelli sl. laugardag. Hér má sjá mörkin úr leiknum sem urðu alls sex talsins. Úrslitin urðu 3:3 í fjörugum leik.

Elias Tamburini og Aron Jóhannsson skoruðu fyrstu tvö mörk Grindavíkur og komu heimamönnum í 2:0. Fjölnir minnkaði muninn en þriðja markið var Grindvíkinga en það skoraði Oddur Ingi Bjarnason. Fjölnismenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk eftir hornspyrnur og það síðara var beint úr slíkri spyrnu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindvíkingar tóku upp leikinn á myndavél sem þeir fjárfestu nýlega í sem er „mannlaus“ og hér í fréttinni má sjá myndskeið af mörkunum.

Um næstu helgi fer Grindavík í æfingaferð til Ólafsvíkur og leikur æfingaleik gegn Víkingi Ólafsvík í sannkölluðum sjómannaslag, segir á Facebook síðu Grindvíkinga.