Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Íþróttir

Njarðvík tapaði með minnsta mun
Þriðjudagur 13. maí 2025 kl. 22:01

Njarðvík tapaði með minnsta mun

Njarðvík tapaði með einu stigi fyrir Haukum, 92-91, eftir framlengdan leik í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í Hafnarfirði í kvöld, þriðjudagskvöld. Njarðvík var í raun hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum eftir ótrúlegan lokasprett.

Njarðvíkurkonur höfðu orðið undir í einvíginu og voru komnar upp við vegg eftir að Haukar höfðu farið með sigur af hólmi eftir tvær fyrstu viðureiginr liðanna. Njarðvík vann svo tvo næstu og tryggði sér þar með oddaleik sem fram fór í Hafnarfirði í kvöld. Þar höfðu heimakonur betur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Leikurinn var æsispennandi og lokamínútur venjulegs leiktíma voru hreint ótrúlegar þar sem Njarðvík raðaði inn stigum í lokin og tryggði framlengingu 79-79. Framlengingin var sannkallaður háspennuleikur þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu sekúndu. Það fór svo að Haukar höfðu betur og sigruðu með 92 gegn 91 stigum Njarðvíkur.

Njarðvíkurkonur mega þó vel við una en þær urðu bikarmeistarar í vetur og eina úrvalsdeildarliðið í körfunni sem skilaði verðlaunagrip til Suðurnesja.

Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg.

VF-myndir: pket