Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Már vann til bronsverðlauna á HM
Már með bronsið í gærkvöldi.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 09:08

Már vann til bronsverðlauna á HM

Már Gunnarsson vann í gærkvöldi sín fyrstu verðlaun á alþjóðlegu stórmóti þegar hann hafnaði í 3. sæti í 100m baksundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í London.


Már átti besta tímann í undanrásum og setti þar nýtt Íslandsmet í flokki S11 (blindir) þegar hann kom í bakkann á 1.11.40 mín. Már stórbætti svo metið í úrslitum í gærkvöldi þegar hann synti á 1.10.43 mín.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Úkraínumaðurinn Viktor Smyrnov varð heimsmeistari á tímanum 1.09.07 mín. og Hollendingurinn Rogier Dorsman varð annar á 1.09.46 mín.

Már setti í fyrradag annað Íslandsmet en það var í 50m skriðsundi þegar hann synti á 28,74 sekúndum en sá tími dugði honum ekki inn í úrslit.