Flugger
Flugger

Íþróttir

Logi Sigurðsson er Íslandsmeistari í holukeppni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2024 kl. 16:19

Logi Sigurðsson er Íslandsmeistari í holukeppni

Er handhafi allra stærstu titlanna sem eru í boði á Íslandi

Logi Sigurðsson sem er í Golfklúbbi Suðurnesja, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni eftir að hafa unnð Jóhannes Guðmundsson í Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik, 3&2.
Með þessum sigri er Logi handhafi allra þriggja stóru titlana í karlagolfi. Hann er Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni og Stigameistari Golfsamband Íslands. Hann er einnig ríkjandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja og Íþróttamaður Reykjanesbæjar.
Sannarlega vel að verki staðið hjá þessum unga, efnilega og frábæra kylfingi.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024