Íþróttir

Leikjum frestað í körfunni
Óvissa er uppi um mótahald í körfubolta á næstunni. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 12:45

Leikjum frestað í körfunni

Stjórn og mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands fundaði í morgun vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjölfar aukinna takmarkana sem heilbrigðisráðherra hefur sett á höfuborgarsvæðið til viðbótar við þær sóttvarnaraðgerðir sem voru settar á landsvísu og gengu í gldi í byrjun vikunnar.

Það sem snýr að KKÍ er að keppni inniíþrótta er bönnuð á þessu svæði, auk þess sem æfingar innanhúss þeirra sem fæddir eru 2004 og fyrr eru bannaðar. Enn er beðið eftir frekari skýringum frá yfirvöldum í ákveðnum þáttum reglugerðarinnar og á meðan sú staða er uppi er vandséð hvernig skuli taka ákvörðun um framhald mótahalds til 19. október. Fyrir liggur að félög á höfuðborgarsvæðinu mega ekki keppa í dag og því verður eftirfarandi leikjum frestað til samræmis við 2. grein reglugerðar KKÍ um ráðstafanir vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Domino's-deild kvenna:

Breiðablik – Keflavík
Fjölnir – Haukar
Snæfell – KR
Valur – Skallagrímur

7. flokkur drengja:

Njarðvík – Stjarnan
KR – Fjölnir

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um leik Keflavíkur og Selfoss í bikarkeppni unglingaflokks karla sem er á dagskrá í Keflavík í kvöld.

Væntanlega verður það tilkynnt fljótlega á vefsíðu Körfuknattleikssambandsins.