Íþróttir

Keflvíkingar lyftu deildarmeistarabikarnum í Blue-höllinni
Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, smella kossi á bikarinn. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 9. mars 2024 kl. 18:22

Keflvíkingar lyftu deildarmeistarabikarnum í Blue-höllinni

Keflavík lagði Stjörnuna 77:56 í Subway-deild kvenna Blue-höllinni í dag. Eftir leik fengu Keflvíkingar deildarmeistarabikarinn afhentann og fögnðu vel eins og meðfylgjandi myndir ljósmyndara Víkurfrétta, Jóhanns Páls Kristbjörnssonar, sýna.
Fyrsti titill nýs formanns kominn í hús. Björg Hafsteinsdóttir, formaður Keflavíkur, og Thelma Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur og dóttir formannsins. 
Katla Rún Garðarsdóttir lyftir bikarnum en hún tók sér frí frá körfunni eftir áramót og er komin með myndarlega kúlu – ekki af hreyfingarleysi og ólifnaði heldur er hún með barni.
Birna Valgerður Benónýsdóttir var hrikalega sátt.
Deildarmeistarar Subway-deildar kvenna 2024.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík - Stjarnan (77:56) | Deildarmeistarar Subway-deildar kvenna