Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Keflvíkingar lögðu Fjölni
Paula Isabelle Germino Watnick skoraði fyrra mark Keflavíkur gegn Fjölni. VF-myndir: HBB
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 20:34

Keflvíkingar lögðu Fjölni

Keflavík tók í dag á móti Fjölni í Lengjudeild kvenna á Nettóvellinum. Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi og eru því enn í öðru sæti deildarinnar.

Keflavík stjórnaði leiknum en átti erfitt með að brjóta niður vörn Fjölnis. Það var ekki fyrr en rúmur hálftími var liðinn að Paula Isabelle Germino Watnick braut ísinn og skoraði fyrsta markið (32'). Staðan í hálfleik var 1:0 Keflavík í vil.

Í síðari hálfleik komu Fjölnisstúlkur boltanum í net Keflvíkinga gegn gangi leiksins og jöfnuðu metin (56').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sem fyrr réðu Keflvíkingar gangi leiksins en áttu erfitt með komast í gegnum þétta vörn Fjölnis. Þrautsegja Keflvíkinga bar loks árangur á 83. mínútu þegar fyrirliðinn, Natasha Moraa Anasi, skoraði sigurmark leiksins. 2:1 fyrir Keflavík og stelpurnar eru einu stigi á eftir Tindastóli sem á leik til góða.

Sem fyrr var það fyrirliðinn Natasha Anasi sem skoraði sigurmark Keflavíkur.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, á Nettóvellinum í dag. Fleiri myndir eru í myndasafni sem fylgir fréttinni.

Keflavík - Fjölnir | Lengjudeild kvenna 3. september 2020