Íþróttir

Keflvíkingar höfðu betur í Ljónagryfjunni
Khalil Ullah Ahmad skoraði 31 stig fyrir Keflavík í Ljónagryfjunni. VF-myndir/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 22:42

Keflvíkingar höfðu betur í Ljónagryfjunni

Keflvíkingar unnu sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í Ljónagryfjunni í skemmtilegum leik í Domino’s deildinni í körfubolta karla. Lokatölur urðu 85-97 í leik þar sem gestirnir voru með yfirhöndina allan tímann en munurinn var þó aldrei mikill.

Keflvíkingar leiddu með fjórum stigum í fyrsta leikhluta 22-26 og bættu svo við einu stigi í forskotið þegar flautað var til leikhlés. Staðan í hálfleik 46-51.

Public deli
Public deli

Keflvíkingar unnu þriðja leikhluta með sjö stiga mun en heimamenn minnkuðu muninn í upphafi fjórða leikhluta með Chaz Williams í fararbroddi en hann átti magnaðan leik, skoraði 36 stig og tók 67 fráköst þó hann væri lægsti leikmaðurinn á vellinumn. Kefvíkingar sýndu styrk sinn á lokamínútunum og innbyrtu góðan tólf stiga sigur, 85-97. Þeir fylgja Stjörnunni eins og skugginn og eru með gríðarsterkt lið. „Það er mikill hugur í mannskapnum og klúbbnum um að komast lengra í mótinu en undanfarin ár. Við erum með sterkt lið og ætlum okkur langt í ár,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflvíkinga í viðtali við Stöð 2sport eftir leikinn. Hörður stýrði Keflvíkingum og dældi sendingum á félaga sínum auk þess að skora 11 stig.

Njarðvíkingar eru komnir með liðsstyrk, nýr leikmaður þeirra, Aurimas Majauskas skoraði 21 stig og tók 8 fráköst.

Njarðvíkingar tileinkuðu Njarðvíkingnum Örlygi Aroni Sturlusyni leikinn en hann lést fyrir tuttugu árum síðan. Allur aðgangseyrir og styrkir vegna hans runnu í minningasjóðs Ölla en alls söfnuðust 1,5 millj. króna. Allir leikmenn, starfsmenn leiksins og fleiri greiddu aðgangseyri auk margra sem greiddu inn á reikning. Stöð 2 sport sýndi fyrir leik UMFN og Keflavíkur leik liðanna frá 1999 þar sem Örlygur fór á kostum  en það ár urðu Njarðvíkingar Íslandsmeistarar með hann í fararbroddi aðeins 16-17 ára gamlan.

Njarðvík-Keflavík 85-97 (22-26, 24-25, 15-22, 24-24)

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 36/7 fráköst/11 stoðsendingar, Aurimas Majauskas 21/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13, Mario Matasovic 5/5 fráköst, Kristinn Pálsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 2, Jón Arnór Sverrisson 2, Tevin Alexander Falzon 2, Guðjón Karl Halldórsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Logi  Gunnarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 31/5 fráköst, Dominykas Milka 17/13 fráköst, Callum Reese Lawson 16/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/12 stoðsendingar, Deane Williams 8/5 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 5, Magnús Már Traustason 2, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Veigar

Chaz Calvaron Williams var í miklu stuði og skoraði 36 stig. Það dugði Njarðvíkingum þó ekki til sigurs.