Íþróttir

Keflavík styrkti stöðu sína á toppi Subway-deildar kvenna
Daniela Wallen í leik með Keflavík gegn Haukum. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 08:54

Keflavík styrkti stöðu sína á toppi Subway-deildar kvenna

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Valskonum í gær þegar tvö efstu lið Subway-deildar kvenna í körfuknattleik áttust við í Blue-höllinni. Fyrir leikinn hafði Keflavík tveggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar en með sigrinum jókst hún í fjögur stig þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Njarðvíkingar fóru létt með botnlið ÍR þar sem allir leikmenn Njarðvíkur komust á blað. Grindavík tók á móti Haukum í hörkuleik þar sem heimakonur höfðu örlítið forskot á gestina framan af en Haukar náðu að tryggja sér sigur í síðasta leikhluta.

Þegar þrjár umferðir eru óleiknar af Subway-deild kvenna eru Keflavíkurkonur komnar með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn og líklegt að þær komi til með að mæta Íslandsmeisturum Njarðvíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Staðan eftir 25 umferðir:
Keflavík (44 stig)
Haukar (40 stig)
Valur (40 stig)
Njarðvík (30 stig)
Grindavík (20 stig)
Fjölnir (16 stig)
Breiðablik (8 stig)
ÍR (2 stig)


Keflavík - Valur 70:55

(17:13, 14:17, 22:15, 17:10)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 20/8 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 2/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Það bendir flest til þess að nágrannarnir í Njarðvík og Keflavík mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Njarðvík - ÍR 79:43

(24:14, 24:10, 15:11, 16:8)

Njarðvík: Erna Hákonardóttir 15, Lavinia Joao Gomes Da Silva 12/6 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 12/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Eva María Lúðvíksdóttir 7, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laneiro 5/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3, Dzana Crnac 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/8 fráköst.

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur á gott tímabil með Grindavík, hún leiddi heimakonur í stigaskorun gegn Haukum í gær.
 

Grindavík - Haukar 75:82

(24:20, 15:18, 19:21, 17:23)

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 18/6 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 15/10 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Hekla Eik Nökkvadóttir 9/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 8/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Elín Bjarnadóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.