Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Fréttir

Fimleikadeild Keflavíkur fær bráðabirgðaaðstöðu í íþróttasal Keilis
Föstudagur 2. maí 2025 kl. 06:20

Fimleikadeild Keflavíkur fær bráðabirgðaaðstöðu í íþróttasal Keilis

Stjórn Eignasjóðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita sex milljónir króna úr viðhaldssjóði til breytinga á íþróttasal Keilis við Grænásbraut 910, svo hægt verði að koma til móts við aukna þörf fyrir fimleikaaðstöðu í bænum.

Á fundi stjórnar þann 10. apríl var farið yfir ósk Fimleikadeildar Keflavíkur um að nýta íþróttasalinn fyrir iðkendur sína, þar sem núverandi aðstaða deildarinnar stenst ekki lengur þörfina vegna ört vaxandi fjölda iðkenda. Hreinn Ágúst Kristinsson, deildarstjóri eignaumsýslu, kynnti kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra breytinga og lagfæringa á húsnæðinu til að það henti fimleikaæfingum.

Stjórn Eignasjóðs samþykkti fjárveitinguna samhljóða og fól Hreini Ágústi að vinna áfram í verkefninu í samræmi við umræður fundarins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í bókun stjórnar er jafnframt lögð áhersla á að ljúka þurfi vinnu við framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ sem allra fyrst, svo hægt sé að móta skýra tímaáætlun fyrir næstu skref í aðstöðusköpun fyrir íþróttafélög bæjarins.

Birgir Már Bragason og Harpa Björg Sævarsdóttir véku af fundi undir þessum dagskrárlið.