Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Íþróttir

Njarðvík tapaði fysta leiknun á móti Haukum
Brittany Dinkins var með vafasama tvennu í tapleiknum gegn Haukum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 1. maí 2025 kl. 21:05

Njarðvík tapaði fysta leiknun á móti Haukum

Úrslitarimma Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld en þá mættust deildarmeistarar Hauka og Njarðvík í fyrsta leiknum á heimavelli Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði en vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Bæði lið sigldu auðveldlega inn í lokaúrslitin, Haukar unnu Val 3-0 og Njarðvík vann granna sína frá Keflavík á sama máta. Haukar leiddu allan tímann, í hálfleik með sex stigum, 45-39 og leikurinn endaði svo 86-79.

Haukar byrjuðu betur, komust í 17-9 eftir rúmar fimm mínútur og þá tók Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé. Vörn Hauka var mjög sterk og Njarðvík átti í mestu vandræðum með finna glufur. Haukar bættu í forystuna og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 27-17. Þessar tölur segja allt sem segja þarf, vörnin þurfti að styrkjast hjá Njarðvík og sóknin líka.

Haukar héldu frumkvæðinu í byrjun annars leikhluta og virtust Njarðvíkurkonur oft á tíðum ekki vera nógu vel vakandi, þær létu Hauka stela boltanun af sér á klaufalegan máta sem skoruðu þá auðvelda körfu. Vörnin hertist samt hjá Njarðvík og þá koma auðveldar körfur á móti og munurinn minnkaði hægt og bítandi. Þegar langt var liðið á fjórðunginn voru Haukar bara búnar að skora tíu stig í fjórðungnum og Njarðvík u.þ.b. búið að jafna en lokaspretturinn var Hauka og sex stiga munur staðreynd, 45-39.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Njarðvík hélt áfram þar sem frá horfið undir lok fyrri hálfleiks og skoraði fyrstu sex stig seinni hálfleiks og jafnaði leikinn. Haukar náðu loks að skora en Brittany Dinkins svaraði með þristi og kom Njarðvík yfir í fyrsta sinn í leiknum. Brittany var sjóðandi heit á þessum tíma og var komin með 30 stig eftir þrjá leikhluta en á móti var hún komin með 12 tapaða bolta. Liðin skiptust á körfum og staðan fyrir lokafjórðunginn, 67-65.

Haukar byrjuðu fjórða leikhlutann sterkt og skoruðu sex fyrstu stigin og voru þá komnar með átta stiga forskot. Paulina Hersler braut loks múrinn en Haukar skoruðu á móti og þá ákvað Einar Árni að messa yfir sínum konum og 7:30 mínútur eftir. Njarðvík hefði getað minnkað muninn í fjögur stig þegar Paulina Hersler komst í upplagt sniðskot en hún klikkaði og tveir þristar frá Haukum komu í andlitið á Njarðvík. Njarðvík tók aftur leikhlé og 3:30 eftir og ljóst að þær þyrftu að eiga góðan endasprett ef þessi fyrsti leikur átti að vinnast. Ekkert slíkt var í kortunum og Haukar lönduðu öruggum sigri, 86-79.

Brittany Dinkins var með vafasama þrennu í kvöld, hún tapaði heilum 15 boltum en skoraði þó 30 stig en hún var komin með þau stig eftir þrjá leikhluta. Paulina Hersler var besti leikmaður Njarðvíkur, endaði með 26 stig. Emilie Hesseldal tók 12 fráköst.

Önnur tölfræði leiksins:

Haukar: Diamond Alexis Battles 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Lore Devos 17/7 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16, Rósa Björk Pétursdóttir 9/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6/5 stolnir, Agnes Jónudóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Sara Líf Sigurðardóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0.
Njarðvík: Brittany Dinkins 30/7 fráköst/7 stoðsendingar, Paulina Hersler 28, Emilie Sofie Hesseldal 6/12 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 5/9 fráköst, Sara Björk Logadóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0/4 fráköst, Katrín Ósk Jóhannsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0/4 fráköst, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurbaldur Frímannsson
Áhorfendur: 244
Viðureign: 1-0