Grindavík/Njarðvík vann Keflavík í nágrannaslagnum í Mjólkurbikar kvenna
Sannkallaður Suðurnesjaslagur fór fram í Nettó-höllinni í Reykjanesbæ á mánudagskvöld í Mjólkurbikar kvenna en þá mættust Keflavík og sameinað lið Grindavíkur/Njarðvíkur. Þær síðarnefndu höfðu sigur og eru komnar í 16-liða úrslit þar sem þær mæta HK á útivelli.
Keflavík byrjaði leikinn betur og var komið í 2-0 eftir átta mínútur með mörkum Anitu Lindar Daníelsdóttur og Ariela Lewis. Tinna Hrönn Einarsdóttir minnkaði muninn á 17. mínútu og Ása Björg Einarsdóttir bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og þar við stóð.
Grindavík/Njarðvík mætir HK á útivelli í 16-liða úrslitum en þessi lið eru í sömu deild svo möguleikar hins sameinaða liðs hljóta að teljast góðir á að komast í 8-liða úrslit.