Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Íþróttir

Keflavík hefur leik í dag í Pepsi Max-deild karla
Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson lék vel fyrir Keflavík á síðasta ári og vakti áhuga erlendra liða. Rúnar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hygði sanna sig enn frekar í sumar. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 14:33

Keflavík hefur leik í dag í Pepsi Max-deild karla

Keflavík hefur leik í Pepsi Max-deild karla í dag þegar þeir mæta Víkingum á Víkingsvelli klukkan 19:15. Keflvíkingar léku síðast í efstu deild árið 2018 en síðan þá hefur verið unnið gott uppbyggingarstarf hjá félaginu með það staðfastlega að markmiði að tryggja Keflavík fastan sess í deild hinna bestu.

Síðasta ár urðu Keflvíkingar Lengjudeildarmeistarar og árangur uppbyggingarstarfsins sást greinilega, þjálfararnir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafa náð vel saman, leikmannahópurinn er breiður og samstilltur. Leikgleði og djarfur sóknarbolti einkenndi leik Keflvíkinga á síðast ári og í leikjum undirbúningstímabilsins í ár virðist það sama vera upp á teningnum.

Sólning
Sólning

Kefvíkingar þóttu leika skemmtilega sóknarbolta á síðasta ári og þar skörtuðu þeir markakóngi Lengjudeildarinnar, Joey Gibbs, sem var nálægt því að jafna markametið í næstefstu deild. Ekki virðist sem Keflavík ætli að leggja minni áherslu á sóknarleik í ár en liðið hefur bætt við sig þremur sóknarmönnum, það verður því áhugavert að sjá hvort ástralski markahrókurinn fái samkeppni um markaskorun í ár.

Joey Gibbs skoraði 21 mark fyrir Keflavík í Lengjudeildinni 2020. Mynd úr safni Víkurfrétta

Eysteinn Húni Hauksson, annar aðalþjálfara Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn væri eins og þeir vildu hafa hann.

„Nú bíðum við bara eftir að það verði flautað til leiks. Við viljum fá alla Keflvíkinga með okkur, eins marga og mega koma, við upplifðum það í fyrra í fyrsta sinn að það var uppselt á Nettóvöllinn. Leikgleðin í hópnum hefur smitað út frá sér til áhangenda og við erum raunsæir á það að við getum staðið okkur vel í þessari deild.“


Keflavík, meistaraflokkur karla:

Markverðir: Sindri Kristinn Ólafsson og Helgi Bergmann Hermannsson.

Varnarmenn: Magnús Þór Magnússon (fyrirliði), Rúnar Þór Sigurgeirsson, Sindri Þór Guðmundsson, Nacho Heras, Ísak Óli Ólafsson (á láni frá SönderjyskE, Danmörk) og Ástbjörn Þórðarson (nýr leikmaður frá KR).

Miðjumenn: Frans Elvarsson, Ingimundur Aron Guðnason, Dagur Ingi Valsson og Davíð Snær Jóhannsson.

Sóknarmenn: Kian PJ Williams, Joseph Arthur Gibbs, Adam Árni Róbertsson, Ari Steinn Guðmundsson, Marley Blair (nýr leikmaður frá Burnley, Englandi), Christian Volesky (nýr leikmaður frá Colorado Springs, Bandaríkjunum) og Oliver Kelaart (nýr leikmaður frá Kormáki/Hvöt).

Þjálfarateymi: Eysteinn Hauksson, yfirþjálfari, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, yfirþjálfari, Ómar Jóhannsson, aðstoðarþjálfari, Gunnar Örn Ástráðsson, sjúkrateymi, Falur Helgi Daðason, sjúkrateymi, Jón Örvar Arason, liðsstjórn, og Þórólfur Þorsteinsson, liðsstjórn.

Farnir frá síðasta tímabili:
Anton Freyr Hauks í Hauka
Björn Aron Björnsson í Víði (lán)
Jóhann Þór Arnarsson í Víði (lán)
Þröstur Ingi Smárason í Víði (lán)
Andri Fannar Freysson í Njarðvík
Falur Orri Guðmundsson í Njarðvík
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni
Tristan Freyr Ingólfsson í Stjörnuna (úr láni)
Kasonga Jonathan Ngandu í Coventry, Englandi (úr láni)