bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Hörður Axel með stórleik í sigri á Fjölni
Þjálfarinn og besti leikmaður Keflavíkur, bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir stýra liðinu sem er á toppi deildarinnar. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 30. nóvember 2019 kl. 10:49

Hörður Axel með stórleik í sigri á Fjölni

Keflvíkingar eru á toppi Domino’s deildarinnar í körfubolta en þeir unnu Fjölni örugglega í Blue höllinni í gærkvöldi 109:98.

Sigur heimamanna var aldrei í hættu. Keflvíski þjálfari Fjölnis, Falur Harðarson átti fá svör við góðum leik Keflvíkinga sem léku á alls oddi með Hörð Axel Vilhjálmsson í fararbroddi sem var maður leiksins, með frábæra skotnýtingu og flott framlag í vörn og sókn.

Stólarnir og  Stjarnan eru á toppnum með Keflavík, öll me 14 stig á meðan lið í 4. sæti eru með 10 stig.

Keflavík-Fjölnir 109-98 (24-16, 31-32, 32-21, 22-29)

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 31/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 28/5 fráköst/9 stoðsendingar, Deane Williams 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Ágúst Orrason 6, Magnús Már Traustason 4, Dominykas Milka 4/9 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Reggie Dupree 2, Andrés Ísak Hlynsson 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.