Holtaskóla sigraði í Skólahreysti
Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í sjötta sinn en keppnin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár. Að þessu sinni var úrslitakeppnin í Mosfellsbæ og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Keppnin var spennandi en Langholtsskóli varð í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Holtaskóla. Suðurnesjaskólar hafa verið mjög sigursælir í keppninni frá upphafi.
Tólf skólar kepptu til úrslita, 8 skólar sem höfðu sigrað sinn riðil í undakeppninni og 4 skólar sem höfðu verið stigahæstu skólarnir í 2. sæti. Í liði Holtaskóla voru þau Svanur Bergvins Guðmundsson sem keppti í upphífingum og dýfum, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir keppti í armbeygjum og hreystigreip og í hraðabrautinni kepptu þau Benedikt Árni Hermannsson og Elva Björg Ragnarsson. Varamenn voru þau Mikael Fannar Arnarsson og Heiðrún Lind Sævarsdóttir. Eftir sigurinn sögðust þau ætla að fagna með því að fá sér ís.
Svanur Bergvins stóð uppi sem sigurvegari í bæði upphífingum og dýfum og Benedikt Árni og Elva Björg unnu hraðabrautina bæði í undankeppninni og í úrslitunum.