Íþróttir

Heilsuvika: Fjölbreytileiki í heilsurækt í Sporthúsinu
Fanney er einn af hressum starfsmönnum Sporthússins. VF-mynd/marta.
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 07:10

Heilsuvika: Fjölbreytileiki í heilsurækt í Sporthúsinu

„Sporthúsið er með opnar dyrnar í Heilsuviku Reykjanesbæjar og við hvetjum fólk til að koma og prófa allt það sem er í boði hjá okkur í Heilsuvikunni. Við erum með stútfulla hóptímatöflu sem telja yfir 40 tíma í viku hverri, en talsvert er af nýjum tímum sem við erum að bjóða upp á í fyrsta skipti í stöðinni, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Fanney Sigurþórsdóttir, starfsmaður í Sporthúsinu á Ásbrú.

Fanney segir að fjölbreytileiki í heilsurækt í Sporthúsinu sé eitt af aðalsmerkjum stöðvarinnar þar sem viðskiptavinurinn getur ýmist valið sér tíma í opinni hóptímatöflu eða fara inn á lokuð námskeið þar sem ítarlegri þjálfun og utanumhald viðskiptavinarins er í fyrirrúmi. „Hér bjóðum við m.a. upp á námskeið í Superform, Crossfit, ÞittForm, Mömmu leikfimi og Yoga í heitum sal svo eitthvað sé nefnt, en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.sporthusid.is. Þá er tækjasalurinn alltaf vinsæll hjá okkur fyrir þá sem vilja æfa út af fyrir sig eða með félaga. Við tökum vel á móti fólki í Heilsuvikunni, sem og aðra daga, veitum því ráðgjöf og sem allra bestu þjónustu hverju sinni sem það mætir til okkar. Við viljum að viðskiptavinum okkar líði vel og hér sé gott að rækta líkama og sál.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024