Flugger
Flugger

Íþróttir

Hafnaði í þriðja sæti í golfmóti á Flórída
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 20. maí 2024 kl. 06:06

Hafnaði í þriðja sæti í golfmóti á Flórída

Þrettán ára kylfingur úr GS tók þátt í Hurricane Junior Golf Tour

Ingi Rafn William Davíðsson, þrettán ára kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, tók þátt í Hurricane Junior Golf Tour á Red Tail golfvellinum í Flórída í mars síðastliðnum og náði þar góðum árangri en hann endaði í þriðja sæti í sínum flokki. Þetta var í fyrsta skipti sem Ingi Rafn tekur þátt í golfmóti erlendis og var þetta skemmtileg reynsla og góð byrjun á golftímabilinu. Með frammistöðu sinni vann hann sér keppnisrétt á þremur golfmótum sem fram fara í Flórída og Chicago seinna á árinu.

Ingi Rafn stundar ætlar að æfa og keppa sem mest í sumar til að lækka forgjöfina.

Ingi Rafn er búinn að vera duglegur að æfa golf inni í vetur en einnig var hann iðinn við að sækja golfmót víðsvegar um landið síðasta sumar. Þá var hann alls með 32 keppnishringi og lækkaði forgjöfina talsvert. Þetta hefur tvímælalaust hjálpað Inga Rafni á Red Tail golfvellinum í Flórída en golfvöllurinn er mjög langur og þröngur, það hentaði Inga Rafni einkar vel en hann lenti sjaldan í vandræðum og hitti flestar brautar. Það var svo mikil spenna á síðustu holunum þegar Ingi Rafn náði að tryggja sér þriðja sætið með einu höggi.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

„Ég hef reynt að mæta á allar inniæfingarnar í vetur og stundum tek ég tvöfalda æfingu ef ég get. Mér finnst þó miklu skemmtilegra að spila golf úti og því var mjög gaman að geta spilað golf í Flórída í góðu veðri og keppa við kylfinga frá öðrum löndum,“ sagði þessi ungi og efnilegi kylfingur og bætti við að hann ætli að æfa vel í sumar og keppa sem mest til að lækka forgjöfina enn meira og reyna að ná í verðlaun á Íslandsmótinu.