Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Grindavík tapar enn
Grindavíkurstúlkur töpuðu í botnbaráttuslag. Mynd/karfan.is
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 11:12

Grindavík tapar enn

Möguleikar Grindavíkurstúlkna að halda sér í Domino’s deildinni í körfubolta minnkuðu mikið eftir tap í botnbaráttuleik gegn Breiðabliki. Lokatölur urðu 89:68 en leikið var í Kópavogi.

Blikastúlkur stýrðu leiknum frá upphafi og leiddu með 15 stigum í hálfleik. Það forskot juku þær í síðari hálfleik og þær grindvísku náðu ekki að sýna sitt rétta andlit og miðað við frammistöðu þeirra í vetur er fátt annað sem bíður þeirra en að falla niður um deild en það er þó ekki útilokað. Þær eru aðeins tveimur stigum fyrir neðan Blika.

Public deli
Public deli

Tania Pierre-Marie skoraði tæplega annað hvert stig Grindavíkur en hún var með 28 stig og 9 fráköst. Hrund Skúlasdóttir var með 10 stig og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði líka tíu.

Næsta umferð í Domino’s deild kvenna verður á laugardag 22. Febrúar en þá fær Keflavík KR í heimsókn en Vesturbæjardömurnar unnu topplið Vals í vikunni og það verður því verðugt verkefni fyrir ungt lið Keflavíkur að leggja þær að velli. Grindavík fer í Valsheimilið og leikur við efsta lið deildarinnar.