Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna - Bríet Sif með 39 stig!
Jóhann Árni Ólafsson stýrir Grindavíkurstúlkum sem unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu.
Mánudagur 6. janúar 2020 kl. 10:30

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna - Bríet Sif með 39 stig!

Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Domino’s deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu Breiðablik. Lokatölur urðu 84-71.

Blikar byrjuðu betur í fyrsta leikhluta en góð frammistaða heimastúlkna í loka fjórðungnum skóp fyrsta sigur tímabilsins. Þar munaði mest um stórleik Bríetar Sifjar Hinriksdóttur en hún skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og var með 8 stolna bolta.

Grindavík-Breiðablik 84-71 (15-20, 20-20, 18-16, 31-15)

Grindavík: Bríet Sif Hinriksdóttir 39/7 fráköst/8 stolnir, Jordan Airess Reynolds 24/16 fráköst/9 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 11, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8, Hrund Skúladóttir 2/9 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Hulda Björk Ólafsdóttir 0, Hekla Eik Nökkvadóttir 0.