Bílaútsalan - Gylfi
Bílaútsalan - Gylfi

Íþróttir

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna - Bríet Sif með 39 stig!
Jóhann Árni Ólafsson stýrir Grindavíkurstúlkum sem unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu.
Mánudagur 6. janúar 2020 kl. 10:30

Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna - Bríet Sif með 39 stig!

Grindavíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í Domino’s deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu Breiðablik. Lokatölur urðu 84-71.

Blikar byrjuðu betur í fyrsta leikhluta en góð frammistaða heimastúlkna í loka fjórðungnum skóp fyrsta sigur tímabilsins. Þar munaði mest um stórleik Bríetar Sifjar Hinriksdóttur en hún skoraði 39 stig, tók 7 fráköst og var með 8 stolna bolta.

Grindavík-Breiðablik 84-71 (15-20, 20-20, 18-16, 31-15)

Grindavík: Bríet Sif Hinriksdóttir 39/7 fráköst/8 stolnir, Jordan Airess Reynolds 24/16 fráköst/9 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 11, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8, Hrund Skúladóttir 2/9 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Hulda Björk Ólafsdóttir 0, Hekla Eik Nökkvadóttir 0.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs