Leikfélag Kef nóv. 25
Leikfélag Kef nóv. 25

Íþróttir

Flott frammistaða hjá keflvískum fimleikastelpum
Miðvikudagur 12. nóvember 2025 kl. 11:23

Flott frammistaða hjá keflvískum fimleikastelpum

Fimleikastelpur úr Keflavík í flokknum í K4 tóku þátt í Þrepamóti 1 sem fram fór hjá Fjölni um síðustu helgi, en það var fyrsta mót keppnistímabilsins. Stúlkurnar kepptu í 4. þrepi og stóðu sig með glæsibrag.

Snædís Lind Davíðsdóttir og Ester María Hólmarsdóttir gerðu sér lítið fyrir og náðu þrepinu – Snædís með 57.850 stig og Ester María með 57.675 stig.

Ester Valberg var hársbreidd frá því að ná þrepinu með 55.325 stig, en til þess þarf að ná 56.000 stigum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í einstaklingsgreinum voru úrslitin einnig glæsileg:
Snædís Lind – 3. sæti í fjölþraut, 5. sæti á tvíslá og 2. sæti á gólfi.
Ester María – 6. sæti í fjölþraut, 3. sæti á stökki og 1. sæti á gólfi.
Ester Valberg – 9. sæti í fjölþraut og 4. sæti á slá.

Á mótinu tóku þátt 30 keppendur, og því er árangur stelpnanna sannarlega frábær.

Dubliner
Dubliner