Nýsprautun flutt
Nýsprautun flutt

Íþróttir

Fjölsport í Vogum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 8. september 2022 kl. 10:01

Fjölsport í Vogum

Ungmennafélagið Þróttur er að fara af stað með áhugaverða nýjung sem mun bera heitið fjölsport og er hugsað fyrir börn og unglinga sem hafa stundað júdó eða sund þá munu þessar tvær greinar vera undir fjölgreinasportinu.

Fjölsport er í raun og veru íþróttaskóli, þar verður að finna fjölmargar íþróttagreinar eða aðra hreyfingu og ekki verða sömu áherslur á yngsta og elsta stigi innan fjölsports.

Markmið félagsins með þessum breytingum er að stuðla að fjölbreyttri hreyfingu barna og annara ungmenna sem ýtir undir meiri hreyfigetu. Fjölsportið mun höfða til fleiri iðkenda sem fá frekari tækifæri til íþróttaiðkunnar.

Iðkendur fá tækifæri til að prófa margar íþróttagreinar, jafnvel einhverjar sem ekki hafa verið stundaðar áður í Vogum. Með þessu móti fá iðkendur tækifæri til að prófa fleiri íþróttir án mikils kostnaðar, eignast vini utan skóla sem það vissi ekki að það ætti eitthvað sameiginlegt með, fara út fyrir sitt þægindarsvið og hafa gaman í skipulögðu íþróttastarfi.

Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, sagði í samtali við Víkurfréttir að stjórn félagsins hefði ákveðið að bjóða upp á þessa nýjung til að veita börnum tækifæri til að leggja stund á íþróttir og einnig með það fyrir augum að lækkan launakostnað við þjálfun með því að sameina greinar.

„Fjölsportið fer fram úr okkar björtustu vonum en það mættu 34 börn á fyrstu æfingu hjá okkur. Við munum fara í skóla og kynna þessa nýjung betur á næstu dögum en með þessu komum við ekki til með að leggja neinar íþróttagreinar niður, við miðum á frekar að efla þátttöku barna í íþróttastarfi hjá Þrótti með þessu móti. Krakkarnir geta keppt í sínum greinum en að auki hafa þau kost á að spreyta sig í keppni í öðrum íþróttagreinum en þau eru vön að keppa í.“

Það geta allir prófað að æfa í viku áður en viðkomandi er skráður til leiks en frekari upplýsingar um fjölsport er að finna á heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is.