Fjóla Íslandsmeistari unglinga í golfi
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari unglinga í stúlknaflokki 17-18 ára en leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn 15.-17. ágúst. Fjóla lék sitt besta golf í sumar og endaði á tveimur höggum undir pari eftir þrjá hringi sem hún lék á 73-68-73.
Hún hafði betur með fjórum höggum í spennandi keppni við Pamelu Ósk Hjaltadóttir úr Mosfellsbæ sem sótti að Fjólu í lokahringnum en Suðurnesjastelpan gaf ekkert eftir á lokasprettinum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.