Omnis
Omnis

Íþróttir

Elías á skotskónum í Hollandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 09:38

Elías á skotskónum í Hollandi

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var á skotskónum með Excelsior í hollensku B-deildinni á laugardag. Hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli á móti Telstar á heimavelli.

Elías skoraði mörkin með níu mínútna millibili í byrjun síðari hálfleiks. Hann jafnaði fyrst metin og kom síðan liði sínu í 2-1.

Excelsior er í 6. sæti deildarinnar en efstu átta liðin fara í umspil í vor. Keflvíkingurinn hefur leikið 21 af 22 leikjum liðsins í vetur og skorað fimm mörk.