Fréttir

Verða sprungur og holur í Grindavík áfangastaður ferðamanna?
Þessi sprunga verður ekki varðveitt. Ljósmynd: Golli
Miðvikudagur 6. desember 2023 kl. 12:31

Verða sprungur og holur í Grindavík áfangastaður ferðamanna?

Sprungur vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavík var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Grindavíkur, sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, í gær. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og byggingafulltrúi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að horfa þurfi á verkefnið til framtíðar, þ.e. hvaða sprungur og holur vilji er til að halda í sem áfangastað ferðamanna.

Tjón á mannvirkjum vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavík var einnig til umræðu. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi og lögfræðingur tæknideildar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig mættu á fundinn Hulda Ragnheiður Árnadóttir og Jón Örvar Bjarnason frá NTÍ (Náttúruhamfaratryggingum Íslands) og kynntu aðkomu sjóðsins að bótum vegna tjónaðra húsa.

Public deli
Public deli

Nú er unnið að viðverðum víða um Grindavík þar sem fyllt er í sprungur og holur. VF/SDD