Fréttir

Þróttmiklar Víkurfréttir í þessari viku
Þriðjudagur 14. september 2021 kl. 19:15

Þróttmiklar Víkurfréttir í þessari viku

Þróttur í Vogum er deildarmeistari í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og liðið mun leika í næst efstu deild að ári sem er stórafmælisár hjá Ungmennafélaginu Þrótti, sem verður 90 ára á næsta ári. Við fjöllum ítarlega um deildarmeistarana í Vogum í blaði vikunnar og einnig í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.

Ný glæsileg viðbygging með aðstöðu fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið tekin í gagnið. Við segjum frá því í blaði vikunnar og sýnum ykkur myndir. Einnig verður fjallað um Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Suðurnesjamagasíni.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag

Frambjóðendur frá Suðurnesjum til Alþingis sýna á sér aðrar hliðar í laufléttum viðtölum í Víkurfréttum í þessari viku. Við munum svo halda áfram og heyra í fleiri frambjóðendum í næstu viku.

Vilborg Einarsdóttir hefur opnað blómabúð við Hafnargötuna og við tökum hún á henni. Við segjum einnig frá nýjasta verki Leikfélags Keflavíkur. Um er að ræða uppfærslu númer 100 og það í á 60 ára afmæli félagsins.

Við segjum frá verðlaunagörðum í Vogum, Jón Steinar sýnir okkur bátamyndir í tilefni af fyrstu haustlægðinni, aflafréttir eru á sínum stað og það sama má segja um lokaorð.

Umræðan fær sitt pláss í blaðinu og hún ber öll merki þess að það eru að koma kosningar.

Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan en prentaðri útgáfu Víkurfrétta verður dreift í fyrramálið, miðvikudagsmorgun, á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum.