Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Þrjá nýjar hraðhleðslustöðvar á Suðurnesjum
Hleðslustöðvar eru nú þegar á nokkrum stöðum, m.a. á Fitjum og við flugstöðina.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 13:26

Þrjá nýjar hraðhleðslustöðvar á Suðurnesjum

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Nýju stöðvarnar eru þrisvar sinnum aflmeiri en öflugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis og eiga að stuðla að hindrunarlausum ferðum rafbíla milli landshluta. Þrjá þeirra eru á Suðurnesjum.

Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Stöðvarnar tilheyra nýrri kynslóð hraðhleðslustöðva en um er að ræða 150kW hleðslustöðvar. Öflugustu stöðvarnar hafa hingað til verið 50kW og flestar eru 22kW. Gert er ráð fyrir a.m.k. helmings mótframlagi framkvæmdaraðila og nemur heildarfjárfesting verkefnanna því 450 milljónum króna hið minnsta.

Public deli
Public deli

Rafbílum fjölgar hratt hér á landi og er Ísland í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða. Ríkisstjórnin kynnti í sumar markvissa uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum og í kjölfarið voru auglýstir fjárfestingarstyrkir til uppbyggingar öflugri hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla. Einnig voru auglýstir fjárfestingarstyrkir til uppbyggingar hleðslustöðva við gististaði um allt land sem var úthlutað á dögunum 

Staðsetningar 150kW hraðhleðslustöðvanna eru eftirfarandi:

Mosfellsbær
Borgarnes
Þingvellir
Vegamót á Snæfellsnesi
Ólafsvík
Stykkishólmur
Búðardalur
Bjarkarlundur
Patreksfjörður
Ísafjörður
Hólmavík
Staðarskáli
Blönduós
Varmahlíð
Akureyri
Mývatnssveit
Egilsstaðir
Seyðisfjörður
Djúpivogur
Höfn – Nesjahverfi
Freysnes
Skaftafell
Kirkjubæjarklaustur
Vík í Mýrdal
Hvolsvöllur
Hella
Geysir
Selfoss
Keflavíkurflugvöllur
Reykjanes – flugvallasvæði
Reykjanesbær
Norðlingaholt