Stuðlaberg
Stuðlaberg

Fréttir

Jarðskjálftahrina vestan við Eldey
Sunnudagur 25. maí 2025 kl. 09:07

Jarðskjálftahrina vestan við Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, í hádeginu hélt áfram seinni partinn í gær, laugrdag. Reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð kl 14:21 að því er fram kemur hjá Náttúruvárvaktarinnar.

Veðurstofan fékk tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist víða á Suður- og Vesturlandi, eða frá Akranesi að Hellu. Á annað hundrað skjálftar hafa mælst í hrinunni, þar af 18 sem eru um 3 að stærð eða stærri. Búast má við að hrinan haldi áfram, en ómögulegt er að segja hversu lengi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn