Bygg
Bygg

Íþróttir

Emilie Hesseldal frá Njarðvík til Grindavíkur
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 26. maí 2025 kl. 17:18

Emilie Hesseldal frá Njarðvík til Grindavíkur

Kvennaliði Grindavíkur í körfuknattleik barst góður liðsauki í dag en þá skrifaði Emilie Hesseldal, undir tveggja ára samning við félagið.


Emilie þarf vart að kynna fyrir íslenskum körfuknattleiksunnendum en síðustu tvö ár hefur hún leikið með Njarðvík en hún hefur einnig leikið í Danmörku, Portúgal og Svíþjóð á löngum og farsælum ferli.

Emilie er miðherji að upplagi, 185 cm á hæð en hefur sýnt það síðustu tvö tímabil að hún getur leyst stöðu leikstjórnanda þegar á reynir. Á síðasta tímabil var hún með tæp 15 fráköst, og tæpar 5 stoðsendingar í bland við rúm 12 stig, að meðaltali í leik.

„Ég er ekkert eðlilega sáttur að hafa landað þessum félagaskiptum! Emilie er hvílíkur leiðtogi og fyrirmynd á vellinum sem skilar ALLTAF sínu,“ sagði kampakátur formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, Ingibergur Þór Jónasson.

Bílakjarninn
Bílakjarninn