Fréttir

Þrír af átta frá Suðurnesjum í framboði hjá Framsókn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 8. júní 2021 kl. 13:46

Þrír af átta frá Suðurnesjum í framboði hjá Framsókn

Alls eru átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi alþingkosningar. Þrír Suðurnesjamenn eru í kjöri, Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingiskona, Jóhann F. Friðriksson og Halldóra F. Þorvaldsdóttir.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt og breytt um kjördæmið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer fram 20. júní.

 Framsókn náði tveimur þingmönnum á þing í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur alþingismanni.

 Í framboði eru:

Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi - sækist eftir 1. sæti

Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ - sækist eftir 2. sæti

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti

Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi– sækist eftir  2.- 4. sæti

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti

Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti

Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti