Pizzan- skipta í hinn 28. jan
Pizzan- skipta í hinn 28. jan

Fréttir

Þorvaldur: „Meiri líkur en minni“ á einu gosi í viðbót við Sundhnúkagígaröðina
Miðvikudagur 28. janúar 2026 kl. 15:26

Þorvaldur: „Meiri líkur en minni“ á einu gosi í viðbót við Sundhnúkagígaröðina

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að útiloka að goshrinan við Sundhnúkagígaröðina sé að fjara út, en að merki í mælingum geti líka bent til þess að kvika sé að færast á ný. Hann ræddi stöðuna í samtali við Björn Þorláksson á Samstöðinni í gærkvöldi.

„Landrisið hefur verið tiltölulega flatt undanfarið og jafnvel komið sig,“ segir Þorvaldur. Að hans mati gæti það, ef þessar vísbendingar standast, þýtt að kvika sé komin á ferðina, en hann ítrekar að slíkt jafngildi ekki sjálfkrafa eldgosi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Kvika safnast undir Svartsengi

Þorvaldur segir að kvika hafi safnast fyrir í grunnstæðum kvikugeymum undir Svartsengi á um 4–5 kílómetra dýpi. Hann metur að magnið sé nú „um það bil 20 milljónir rúmmetra“ og að það sé „tiltölulega nálægt hámarkinu“ sem safnast hafi fyrir á svæðinu fyrir fyrri atburði.

Hægari uppsöfnun en áður

Að sögn Þorvalds hefur tekið lengri tíma að safna kviku fyrir næsta mögulega atburð en fyrir síðasta gos. Hann segir að þá hafi tekið um þrjá mánuði, en nú séu „komnir vel yfir sex mánuðir“. Af þeim sökum telur hann líklegt að ef til goss kemur geti það orðið aflminna en fyrri gos, þar sem spennan hafi hlaðist upp hægar og dreifst meira í kerfinu.

Kvikan leitar oft sömu leið upp

Þorvaldur segir að atburðarásin á Sundhnúkagígaröðinni hafi verið endurtekin og að kvikan virðist ítrekað nota sama farveg til yfirborðs. „Kvikan er alltaf að nota sama farveginn… sömu pípuna upp til yfirborðs,“ segir hann og nefnir að gos hafi oft hafist á svipuðum stað, rétt sunnan við Stóra-Skógfell.

„Meiri líkur en minni“ á gosi

Í lok samtalsins tekur Þorvaldur undir mat þess efnis að „meiri líkur en minni“ séu á að eitt gos bætist við. Hann segir að gos geti þó bæði komið skyndilega eða dregist, en „bjartsýnin“ í honum voni að hrinan sé að ljúka.

Unnar Sigurðsson
Unnar Sigurðsson