Flugger
Flugger

Fréttir

Þjónustuteymi Grindavíkur tekið til starfa
Laugardagur 22. júní 2024 kl. 06:04

Þjónustuteymi Grindavíkur tekið til starfa

Þjónustuteymi Grindvíkinga var sett á fót þann 1. júní síðastliðinn. Teymið leggur áherslu á að styðja við íbúa Grindavíkur, bæði þá sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og þá sem flytja eða hafa flutt lögheimili í annað sveitarfélag.

Þjónusta teymisins nær til margvíslegra þátta þar á meðal sálræns og félagslegs stuðnings, ráðgjöf um atvinnu- og húsnæðismál, skóla- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Þjónustuteymið býður einnig upp á ráðgjöf í gengum fjarviðtöl á netinu. Teymið leggur áherslu á aðgengi að þjónustu hvar sem Grindavíkingar eru búsettir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjöfum teymisins í gegnum Fyrir Grindavík | Ísland.is (island.is) eða hringja í síma 5450200 á milli 10:30 til 12:00 mánudaga til fimmtudaga.