Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Stefnt að endurbótum á HS Orku- og JBÓ-velli
Laugardagur 20. september 2025 kl. 06:55

Stefnt að endurbótum á HS Orku- og JBÓ-velli

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tók á síðasta fundi undir að nauðsynlegt sé að bæta aðstöðu á Keflavíkurvelli (HS Orkuvelli) og Njarðvíkurvelli (JBÓ-velli). Málið kom til umræðu í framhaldi af fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs nýlega.

Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) lagði fram bókun þar sem fram kom að stýrihópur sem starfað hefur í rúmt ár að framtíðarsýn íþróttamannvirkja í bænum kynni tillögur sínar á næstu vikum. Upphaflega var stefnt að byggingu sameiginlegrar aðstöðu við Afreksbraut, en af þeim áætlunum varð ekki. Í kjölfarið var rætt við Keflavík og Njarðvík um endurbætur á núverandi völlum félaganna til að tryggja nothæfa aðstöðu næstu fimm árin hið minnsta.

Í erindum frá félögunum kom fram að helst væri þörf á viðhaldi og lagfæringum á völlunum. Bæjarstjórn þakkar félögunum fyrir greinargóðar skýrslur og mun taka málið fyrir „traustum tökum“. Kostnaðarmat og forgangsröðun verkefna verður gert sem allra fyrst.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Tillagan var samþykkt samhljóða, 11–0.