Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Arnar trillukarl ársins og fiskvinnslufólk í Grindvík heiðrað
Arnar og Jón Steinar ásamt Hönnu Katrínu atvinnuvegaráðherra við afhendinguna. Mynd/Skessuhorn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 20. september 2025 kl. 06:58

Arnar trillukarl ársins og fiskvinnslufólk í Grindvík heiðrað

Arnar Magnússon, Suðurnesjamaður ársins 2024 og trillukarl, var hreiðaður við opnun Sjávarútvegssýningarinnar í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Þá fékk starfsfólk í sjávarútvegi í Grindavík einnig viðurkenningu fyrir starf sitt og tók Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi hf. við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins. Hefð er fyrir því að veita viðurkenningar við opnun þessarar árlegu sýningar.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kynnti „trillukarl ársins.“ Arnar Magnússon, smábátaeigandi frá Garði bjargaði lífi vinar síns þegar bát hans hvolfdi eftir árekstur norðvestur af Garðskaga árið 2024. Með snarræði tókst Arnari að ná skipbrotsmanninn um borð og koma í hann yl. Arnar var valinn Suðurnesjamaður ársins af Víkurfréttum í árslok.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu starfsmönnum í sjávarútvegi í Grindavík viðurkenningu fyrir þrautseigju. „Margvíslegri starfsemi hefur verið haldið úti í Grindavík við mjög krefjandi aðstæður eins og allir þekkja,“ sagði hann og bætti við að undir þessu hafa starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja í Grindavík risið með sóma.