Verne Global Atvinna
Verne Global Atvinna

Fréttir

Skjálfti upp á 3,6 við Keili
Þriðjudagur 5. október 2021 kl. 16:36

Skjálfti upp á 3,6 við Keili

Jarðskjálfti upp á 3,6 varð 1,3 km suðsuðvestur af Keili kl. 16:14. Skjálftinn fannst víða á Suðurnesjum.

Jarðskjálftahrina hófst SSV af Keili þann 27. september og hafa um 8200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af 14 yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4.2 þann 2. október kl. 15:32. Skjálftarnir finnast víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.