Flugger
Flugger

Fréttir

Skjálftavirkni yfir kvikuganginum
Unnið að gerð innri varnar- og leiðigarða við Grindavík. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 14. maí 2024 kl. 11:13

Skjálftavirkni yfir kvikuganginum

Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga

Um 60 skjálftar hafa mælst á kvikuganginum síðasta sólarhring. Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 til 80 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Auknar líkur eru því á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024