Flugger
Flugger

Fréttir

Skipstjóri og stýrimaður í farbann
Longdawn í höfn í Vestmannaeyjum í gær. Ljósmynd: Þorsteinn Gísla
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 17:10

Skipstjóri og stýrimaður í farbann

Lögreglan á Suðurnesjum lagði fram í dag kröfu um farbann tveggja karlmanna úr áhöfn flutningaskips vegna rannsóknar sjóslyss. Til að tryggja rannsóknarhagsmuni höfðu þeir verið handteknir í Vestmannaeyjum við komu skipsins þangað í gærdag. Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans og hafa mennirnir verið úrskurðaðir í 4 vikna farbann. Annar þeirra hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fyrstu skýrslutökur fóru fram í Vestmannaeyjum að beiðni embættisins. Í gærkvöldi voru karlmennirnir svo fluttir til Suðurnesja, þar sem þeir voru vistaðir þar til unnt var að færa þá fyrir Héraðsdóm Reykjaness.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Um hádegisbil í dag var svo lögð fram krafa þess efnis að þeir yrðu úrskurðaðir í farbann á meðan frekari rannsókn fer fram.

Rannsókn lögreglu miðar ágætlega, en gagnaöflun og skýrslutökur standa enn yfir. Ummerki eru eftir ákomu á báðum sjóförunum sem þykir styrkja mjög grun lögreglu um árekstur sem orsök þess að bátnum hvolfdi.

Rannsókn lögreglu miðar m.a. að því að upplýsa með hvaða hætti það atvikaðist.