Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Sigdalurinn ennþá virkur og sigið er fimm sentimetrar á dag
Sá hluti byggðarinnar í Grindavík sem er innan sigdalsins er litaður með gulum lit á þessari mynd. Mörk sigdalsins eru til samræmis við kort sem Veðurstofa Íslands gaf út í dag. Myndin af Grindavík er fengin af vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fimmtudagur 16. nóvember 2023 kl. 19:47

Sigdalurinn ennþá virkur og sigið er fimm sentimetrar á dag

Frá myndun kvikugangsins föstudaginn 10. nóvember hefur land sigið um allt að 25 sentimetra innan sigdalsins sem þá tók að myndast. Á færslum á GPS mæli sem staðsettur er í miðjum kvikuganginum rétt norðar Grindavíkur mælist ennþá um 5 sentimetra sig á dag. Samkvæmt nýjustu mælingum er sigdalurinn því ennþá virkur.

Stór hluti byggðarinnar í Grindavík er innan þessa skilgreinda sigdals samkvæmt korti sem Veðurstofa Íslands gaf út í dag.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kom í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýndu að í tengslum við myndun kvikugangsins hafði land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra þann 12. nóvember og nú fjórum sólarhringum síðar hafa 25 sentimetrar bæst við þá mælingu.

Kort Veðurstofu Íslands sem sýnir sigdalinn og kvikuganginn.