SSS
SSS

Fréttir

Safna undirskriftum á Ásbrú og ætla að krefja bæinn svara
Mánudagur 21. nóvember 2022 kl. 13:59

Safna undirskriftum á Ásbrú og ætla að krefja bæinn svara

Í kvöld ætla nokkrir íbúar að ganga í hús og óska eftir undirskriftum. „Okkur finnst vera nóg komið af bið eftir upplýsingum um nýjan skóla á svæðinu sem okkur hefur verið lofað. Það er ekkert að frétta. Skólinn sprungin. Húsnæðið og lóðin ekki viðunandi og við viljum safna undirskriftum og krefja bæinn svara,“ segir á fésbókarsíðu íbúa á Ásbrú.
Í færsunni er fólk beðið að taka vel á móti þeim sem ætla að ganga í hús og safna undirskriftum. „Einnig er pláss fyrir fólk að labba og safna með okkur. Nóg af blokkum, nóg af íbúðum. Svæðið er stórt og margar hendur vinna létt verk.“.

Þá segir í færslunniu að öll viljum við það besta fyrir krakkana og svæðið okkar. „Eitt er víst að það gerist ekkert ef allir sitja aðgerðarlausir og tuða úti horni. Hjálpumst að og reynum að hafa áhrif.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn