Omnis
Omnis

Fréttir

Pott­ur gleymd­ist á elda­vél við Mávabraut
Mynd úr safni.
Laugardagur 3. ágúst 2019 kl. 05:55

Pott­ur gleymd­ist á elda­vél við Mávabraut

Tveir voru flutt­ir á slysa­deild í Reykja­nes­bæ í gærkvöldi vegna gruns um reyk­eitrun, eft­ir að pott­ur gleymd­ist á elda­vél í fjöl­býl­is­húsi við Mávabraut.

Til­kynn­ing barst skammt eft­ir kl. 21 í kvöld um að reyk legði frá íbúð í fjöl­býl­is­húsi við Mávabraut. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang kom þó í ljós að ekki var neinn eld­ur í íbúðinni held­ur bara reyk­ur frá potti sem gleymst hafði á elda­vél, segir í frétt á mbl.is.

Tveir ein­stak­ling­ar sem voru inni í íbúðinni voru flutt­ir á slysa­deild vegna gruns um reyk­eitrun, en fólkið var sof­andi er slökkvilið kom á staðinn.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs