Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Fréttir

Papas pizza búið að opna í Grindavík
Gylfi og Þormar í ökumannssætinu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 10. janúar 2024 kl. 15:43

Papas pizza búið að opna í Grindavík

„Það verður að vera kveikt ljós einhvers staðar þegar dimmir á kvöldin,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papas pizza.

Atvinnulífið í Grindavík er hægt og örugglega að komast af stað á nýju ári og í gær opnaði Papas Pizza. Bókanir á árinu eru margfalt fleiri en á sama tíma í fyrra og ljóst að Grindavík er virkilega búið að koma sér fyrir á ferðamannakortinu.

Þormar Ómarsson er annar eigenda Papas. „Við opnuðum í gær og það var brjálað að gera. Mætingin í gærkvöldi var síðan mjög góð en þá sýndum við leik kvennaliðs Grindavíkur á móti Haukum í körfunni og það var sömuleiðis mjög góð mæting þá og mikið stuð. Okkur finnst mikilvægt að leggja okkar að mörkum og hafa líf í bænum. Þó svo að ekki næstum því allir Grindvíkingar séu fluttir til baka, ætlum við bara að vera harðir á því að hafa opið fyrir þá sem eru komnir, það verða að vera kveikt ljós einhvers staðar þegar dimmir á kvöldin. Við erum að keyra þetta á lágmarksstarfsfólki og miðað við byrjunina í gær lofar þetta bara góðu. Sjálfur var ég fluttur til Grindavíkur, kom 2. janúar en konan og börnin eru í Reykjavík því skólinn er þar og Gerður konan mín er að vinna í tollhúsinu fyrir Grindavíkurbæ.“

Þormar finnur fyrir mun meiri áhuga erlendra ferðamanna á Grindavík og lítur framtíðina björtum augum. Ég er mjög bjartsýnn á að við verðum fljótir að komast upp á afturlappirnar um leið og túristum verður gert kleift að koma inn í bæinn. Bara á þessu ári er ég búinn að bóka rúmlega 50 hópa og hver hópur á bilinu 30-60 manns. Þetta er miklu meiri áhugi en á sama tíma í fyrra svo það er augljóst að Grindavík er komið á kortið svo ég hef ekki miklar áhyggjur þótt íbúum í Grindavík fækki eitthvað eftir að hleypt verður aftur inn í bæinn. Veltan okkar hefur verið u.þ.b. 50/50 Grindvíkingar og erlendir ferðamenn, hlutdeild ferðamannanna er bara að fara aukast svo ég sé ekki betur útlitið sé bara bjart en þá verðum við líka að fara hleypa fólki í bæinn. Ef ekki, er mjög hætt við því að ferðaþjónustuaðilar leiti annað og þá gæti Grindavík orðið fjótt að falla í gleymskunnar dá. Sömuleiðis er þeir Grindvíkingar sem eru á báðum áttum með að snúa til baka, því fyrr sem þeir ákveða að flytja aftur, þeim mun minni líkur eru á því að þau skjóti rótum annars staðar,“ sagði Þormar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn