Fréttir

Óska eftir samstarfi um uppsetningu vindmyllugarða í Vogum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 16:38

Óska eftir samstarfi um uppsetningu vindmyllugarða í Vogum

Fyrirtækið Quadran Iceland Development ehf. hefur sent Sveitarfélaginu Vogum erindi með beiðni um samstarf við uppsetningu vindmyllugarða í lögsögu sveitarfélagsins.

Bæjarráð Voga hefur afgreitt málið og þakkar erindið og þann áhuga sem bréfritari hefur á samstarfi við sveitarfélagið. Bæjarráð bendir á að á yfirstandandi kjörtímabili stendur yfir endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og telur því að svo stöddu ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins. Bæjarstjórn hefur svo samþykkt þessa afgreiðslu bæjarráðs.

Sama fyrirtæki hefur m.a. óskað eftir því að reisa 115 megavatta vindorkugarð með 27 vindmyllum í Dalabyggð. Vindmyllurnar eru um 100 metra háar.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs