Fréttir

Margar stofnanir hafa lokað - nýtt menningarverkefni á tímum COVID kynnt
Konráð Lúðvíksson var einn af þeim sem nýtti sér síðasta opna daginn í Sundmiðtöð Keflavíkur. Hann naut sín vel einn í lauginni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 10:11

Margar stofnanir hafa lokað - nýtt menningarverkefni á tímum COVID kynnt

Sundlaugum, öllum íþróttamannvirkjum og fleiri stöðum og stofnunum á Suðurnesjum hefur verið lokað. Skólastarf er takmarkað og fjarkennsla er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Menningarstofnanir Reykjanesbæjar hafa tekið höndum saman og bjóða upp á dagskrá í samkomubanni þar sem menningin verður færð heim til fólks. Um fimmtíu viðburðir af ýmsum toga eru í undirbúningi. Nánar má sjá um þetta framtak í Víkurfréttum sem koma út rafrænt síðar í dag miðvikudaginn 25. mars.

Duus Safnahús og Hljómahöll hafa lokað en félagsmiðstöðin Fjörheimar er opin fjórum sinnum í viku en öll dagskrá fer fram í gegnum netið og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði.