Public deli
Public deli

Fréttir

Kanna golfvöllinn við Grindavík
Mánudagur 22. apríl 2024 kl. 06:04

Kanna golfvöllinn við Grindavík

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa óskað eftir að jarðkönnun á golfvellinum að Húsatóftum verði færð framar í jarðkönnunarverkefninu sem nú er unnið að í Grindavík. Verkefnið hefur fengið kynningu hjá bæjarstjórn en yfirvöld binda vonir við að mögulegt verði að spila 18 holur sem fyrst að Húsatóftum. Auk þess hafa bæjaryfirvöld óskað eftir að viðgerðir við gatnamótin á Víkurbraut og Dalbraut verði unnar sem allra fyrst.   

Jarðkönnun í Grindavík var skipt upp í fjóra fasa. Fasa 1 og 2 er að mestu lokið en fasi 3 og 4 jarðkönnunar eru í vinnslu, þar ræðir um verkefni sem snúa að skönnun utan vega, það er innan lóðamarka húsnæða og á opnum svæðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Verkefnið er í höndum almannavarna og verkfræðistofa, en bæjaryfirvöld í Grindavík bíða eftir niðurstöðum úr þessum hlutum könnunarinnar til að vera betur upplýst um stöðuna með tilliti til uppbyggingu, umfangs sprungna og öryggis. Fagaðilar munu svo leggja til hvort og hvernig má lagfæra til að tryggja öryggi en fram hefur komið að aflögun er slík að þekktar sprungur hafa breyst og þurfa því nákvæma skoðun.