Kalka
Kalka

Fréttir

Íslandsmeistarar í háriðn og bakaraiðn
Keppendurnir þrír frá FS: Bríet M. Ómarsdóttir, Laufey Lind Valgeirsdóttir og Berglind E. Bergþórsdóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 06:00

Íslandsmeistarar í háriðn og bakaraiðn

Ungir Suðurnesjanemar stóðu sig vel á Íslandsmóti iðnema sem haldið var um helgina í Laugardalshöllinni á sýningunni Mín framtíð.

F.v. Ásdís B. Pálmadóttir, kennari, Berglind, Rán Reynisdóttir, þjálfari, og Laufey.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Berglind Elma Bergþórsdóttir varð Íslandsmeistari og Laufey Lind Valgeirsdóttir hreppti annað sætið í í fantasíukeppni nema á annarri önn en þær stunda nám í háriðn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Finnur Guðberg Ívarsson varð Íslandsmeistari í bakaraiðn á sama móti en hann stundar nám í Menntaskólanum í Kópavogi og er á þriðja ári.

Finnur með verðlaunabaksturinn en í honum var skrautstykki sem er allt gert úr ætum hráefnum, matbrauð, kryddað með sítrónuberki og rósmarín, fjórar gerðir af „baguette“-brauði og vínarbrauð með mismunandi fyllingum, eitt þeirra var með epla- og dillfyllingu sem er óvanalegt en í uppáhaldi hjá Finni.

Eyþór Trausti Óskarsson og Hjörtur Máni Skúlason kepptu í forritun og urðu í 2. sæti. Skólinn sendi lið í vefþróun og varð þar í 2. sæti. Liðið skipuðu Agata Bernadeta Hirsz, Bergsveinn Ellertsson og Jakub Sienkiewicz.

Fleiri FS nemar voru í eldlíuninni, Skafti Þór Einarsson í rafiðnum og Sverrir Þór Freyssson í húsasmíði og stóðu þeir sig vel.