Fréttir

Íslandsmeistarar í háriðn og bakaraiðn
Keppendurnir þrír frá FS: Bríet M. Ómarsdóttir, Laufey Lind Valgeirsdóttir og Berglind E. Bergþórsdóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 06:00

Íslandsmeistarar í háriðn og bakaraiðn

Ungir Suðurnesjanemar stóðu sig vel á Íslandsmóti iðnema sem haldið var um helgina í Laugardalshöllinni á sýningunni Mín framtíð.

F.v. Ásdís B. Pálmadóttir, kennari, Berglind, Rán Reynisdóttir, þjálfari, og Laufey.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Berglind Elma Bergþórsdóttir varð Íslandsmeistari og Laufey Lind Valgeirsdóttir hreppti annað sætið í í fantasíukeppni nema á annarri önn en þær stunda nám í háriðn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Finnur Guðberg Ívarsson varð Íslandsmeistari í bakaraiðn á sama móti en hann stundar nám í Menntaskólanum í Kópavogi og er á þriðja ári.

Finnur með verðlaunabaksturinn en í honum var skrautstykki sem er allt gert úr ætum hráefnum, matbrauð, kryddað með sítrónuberki og rósmarín, fjórar gerðir af „baguette“-brauði og vínarbrauð með mismunandi fyllingum, eitt þeirra var með epla- og dillfyllingu sem er óvanalegt en í uppáhaldi hjá Finni.

Eyþór Trausti Óskarsson og Hjörtur Máni Skúlason kepptu í forritun og urðu í 2. sæti. Skólinn sendi lið í vefþróun og varð þar í 2. sæti. Liðið skipuðu Agata Bernadeta Hirsz, Bergsveinn Ellertsson og Jakub Sienkiewicz.

Fleiri FS nemar voru í eldlíuninni, Skafti Þór Einarsson í rafiðnum og Sverrir Þór Freyssson í húsasmíði og stóðu þeir sig vel.