Dubliner
Dubliner

Fréttir

Innleiða Heillaspor í Suðurnesjabæ
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Bergdís Wilson, sviðsstjóri skólaþróunarsviðs MMS við undirritun samningsins. Mynd af vef Suðurnesjabæjar.
Miðvikudagur 26. nóvember 2025 kl. 09:29

Innleiða Heillaspor í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa skrifað undir samkomulag um samstarf um innleiðingu Heillaspora sem heildræna nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi.

Heillaspor eru heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Heillaspor styðja við innleiðingu á tengsla- og áfallamiðaðri nálgun í inngildandi skóla- og frístundastarfi. Heillaspor styðja við skólaþróun þar sem fræði og starfshættir á vettvangi eru tengd saman í gegnum sex leiðandi vörður Heillaspora.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Með undirskrift samkomulagsins skuldbindur Suðurnesjabær sig m.a. til að tryggja starfseiningum svigrúm til að stofna innleiðingarteymi með þátttöku þverfaglegs hóps starfsfólks sem fundar á tveggja vikna fresti. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu skuldbindur sig m.a. til að tryggja aðgengi að faglegri starfsþróun með námskeiðum, fræðsluefni, leiðsögn og faglegum stuðningi.

Dubliner
Dubliner