Flugger
Flugger

Fréttir

Hvað tekur hraunið mikið pláss?
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg á dögunum. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 14. júní 2024 kl. 13:47

Hvað tekur hraunið mikið pláss?

Nýjustu mælingar sýna að meðalhraunflæði frá eldstöðinni við Sundhnúk er tíu rúmmetrar á sekúndu. Það gerir 864.000 rúmmetra af hrauni á sólarhring. Sé því öllu safnað í teningslaga kassa þá er hver hlið um það bil 95,5 metrar. Til samanburðar er Hallgrímskirkjuturn 74,5 metrar og því væri teningurinn um 21 metra hærri en turninn.

Myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga hefur unnið úr gögnum sem sérfræðingar Eflu, Verkís og Svarma söfnuðu í drónaflugi yfir gosstöðvarnar þann 10. júní. Gögnin sýna að flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þar með er hraunbreiðan sem myndast hefur í þessu gosi sú stærsta að flatar- og rúmmáli sem myndast hefur í þeim fimm eldgosum sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðan í desember 2023.

Til samanburðar var hraunbreiðan sem myndaðist í eldgosinu sem hófst 16. mars og stóð yfir til 9. maí um 6,2 km2 að flatarmáli og 35 milljón m3.

Út frá þessum gögnum er meðalhraunflæði frá eldgosinu á tímabilinu 3. - 10. júní metið um 10 m3/s. Frá því síðdegis 29. maí til 3. júní var hraunflæðið metið um 27 m3/s, því dró nokkuð úr gosinu milli þessara tveggja mælinga.

Það er einna best að átta sig á magninu með því að hafa Hallgrímskirkju til samanurðar.