Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Grindavíkurbær á ráðstefnu í Póllandi
Mánudagur 22. maí 2023 kl. 06:13

Grindavíkurbær á ráðstefnu í Póllandi

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, fór á dögunum á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi um hvernig sveitarfélög eru að minnka kolefnisspor sitt. 

„Ég fór á þessa ráðstefnu fyrir hönd Grindavíkurbæjar með Dagnýju Jónsdóttur frá HS orku en hún er deildarstjóri Auðlindagarðins. Kannski dálítið skemmtilegt að segja frá því að þarna komu saman stórborgir Norðurlandana en auk Grindavíkurbæjar má nefna borgir eins og Stokkhólm, Helsinki og Köben. Auk þess að fara yfir það hvernig við á Íslandi erum að vinna í að minnka kolefnisspor okkar þá nýttum við þarna tækifærið og fórum yfir það hvernig við erum að nýta jarðvarmann á Reykjanesi og hugmyndafræði Auðlindagarðsins. Þá fórum við yfir þau samfélagslegu áhrif sem jarðvarminn hefur haft í Grindavík. Ráðstefnan var þannig sett upp að sendiherrar allra Norðurlandanna í Póllandi fórum yfir málin í upphafi, svo áttum við fulltrúar sveitarfélagana sæti í panel og loks var ráðstefnugestum skipt í vinnustofur en við Dagný stýrðum einni vinnustofunni. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð, ég vona að við höfum látið gott af okkur leiða,“ sagði Atli Geir.

Public deli
Public deli