Fjörheimar
Fjörheimar

Fréttir

Greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi
Föstudagur 20. mars 2020 kl. 07:10

Greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi

Markaðsstofa Reykjaness vinnur nú hörðum höndum að því að greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi ásamt því að miðla upplýsingum til aðila sem margir hverjir eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Send hefur verið út spurningakönnun til ferðaþjónustuaðila á svæðinu, þar sem tilgangurinn er að fylgjast með þróun í ferðaþjónustu á svæðinu í kjölfar brottfalls WOW air, COVID-19 faraldursins og hugsanlegs samdráttar í hagkerfinu. Frá þessu er greint á visitreykjanes.is og þar er tengill á könnunina. Niðurstöður verða svo nýttar í aðgerðir sem nýtast aðilum sem best í komandi verkefnum.

Ferðafulltrúar sveitarfélaga á Reykjanesi eru nú í stöðugu sambandi við Markaðsstofuna þar sem farið er yfir stöðuna og hugsanlegar aðgerðir sem koma til greina. Markaðsátak, bæði innan- og utanlands, er einnig í burðarliðnum í samvinnu við Ferðamálastofu og Íslandsstofu.