Fréttir

Golfklúbbur Suðurnesja eykur þátttöku sína á sviði sjálfbærni og kemur upp hleðslustöðvum
Í dag hófst verktaki handa við að grafa fyrir heimtauginni að hleðslustöðvunum. Mynd og frétt af gs.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 20. maí 2023 kl. 10:31

Golfklúbbur Suðurnesja eykur þátttöku sína á sviði sjálfbærni og kemur upp hleðslustöðvum

Á vefsíðu Golfklúbbs Suðurnesja kemur fram að óveðrið þessa helgi hafi verið nýtt til að hefja gröft fyrir lögnum og undirstöðum hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla í samstarfsverkefni Golfklúbbs Suðurnesjar, Orku náttúrunnar (ON) og Reykjanesbæjar.

Á myndinni að neðan eru fyrirhuguð hleðslustæði römmuð í rautt og staðsetning fyrirhugaðra hleðslustaura merkt með bláum punktum. Til að byrja með verða þrír staurar settir upp sem hver og einn mun hafa tvo tengla. Þannig munu samtals sex bílar geta hlaðið samtímis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ef nýting kylfinga í Leirunni gefur tilefni til mun GS, í samstarfi við ON, fjölga stöðvum svo fleiri geti hlaðið bílinn á meðan við hlöðum okkur sjálf orku á vellinum. Í dag hófst verktaki handa við að grafa fyrir heimtauginni (langa rauða línan) að hleðslustöðvunum.

Á gs.is eru kylfingar beðnir að sýna þessu raski þolinmæði og biðlund. „Þessi framkvæmd er til að bæta þjónustu við okkar kæru félagsmenn, styðja við orkuskipti í samgöngum og laða til okkar gesti sem koma lengra að og vilja hlaða batteríin hjá okkur innan vallar og utan.“